Betri Reykjavík - Íbúar ses
43
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-43,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Betri Reykjavík

 

Betri Reykjavík er samfélagsmiðill þar sem íbúar geta komið hugmyndum sínum á framfæri varðandi framkvæmdir og þjónustu borgarinnar. Betri Reykjavík er besta og áhrifaríkasta dæmið um notkun Your Priorities vef-forritsins. Á Betri Reykjavík geta borgarar látið í ljósi, rökrætt og forgangsraðað hugmyndum til að bæta borgina í opnu samtali á milli borgara og borgarráðs. Borgarar hafa bein áhrif á ákvarðanatöku í gegnum Betri Reykjavík.

  • Yfir 70.000 manns hafa tekið þátt á Betri Reykjavík, en 120.000 manns búa í borginni
  • 20.000 skráðir notendur hafa sett fram yfir 6.800 hugmyndir og fleiri en 15.000 rök með og á móti hafa verið sett fram
  • Meira en 3.000 hugmyndir hafa fengið formlega meðferð og nálægt 1.000 hugmyndir hafa verið samþykktar síðan 2011
  • Samráðs fjárlagagerð síðan 2011 þar sem íbúar hafa ráðstafað 2.3 milljörðum króna
  • 10-15 efstu hugmyndir fara til umræðu í ráðum borgarinnar mánaðarlega í gegnum Þin rödd í ráðum borgarinnar

 

Byrjunin

Vefurinn Betri Reykjavík var formlega opnaður 2010, viku fyrir borgarstjórnarkosningar, og hefur alla tíð síðan verið mjög vinsæll. Allir flokkar er buðu fram til kosninganna fengu sitt eigið svæði á vefnum til að hópsafna hugmyndum fyrir sína kosningabaráttu. Einungis Besti flokkurinn notaði Betri Reykjavík í aðdraganda kosninga.

Besti flokkurinn vann 6 af 15 sætum í borgarstjórn og Jón Gnarr varð borgarstjóri. Hann hvatti borgarbúa til þess að nota Betri Reykjavík, einnig á meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stóð.

40% borgarbúa notuði Betri Reykjavík á eins mánaðar tímabili, í kringum kosningarnar, og 2000 hugmyndir voru settar fram. Þessi árangur leiddi til samstarfs á milli Reykjavíkurborgar og Íbúa ses um rekstur á Betri Reykjavík, fyrst með Þín rödd í ráðum borgarinnar en síðar fleiri verkefni.

 

Betri hverfi – Hverfið mitt

Eitt af árangursríkustu verkefnunum á Betri Reykjavík, er Hverfið mitt (sem áður hét Betri hverfi). Um er að ræða árlegt samráðsverkefni sem tekur bæði til hópsöfnunar hugmynda og borgaralegssamráðs í fjárlagagerð, sem endar svo á kosningu borgaranna um hvaða hugmyndir skuli framkvæmda. Verkefnið hefur staðið yfir síðan 2011 og er nú 450m ISK ráðstafað til verkefnisins ár hvert, til að breyta og bæta hverfi borgarinnar.

608 hugmyndir hafa verið samþykktar af borgurum í verkefninu Hverfið mitt, frá 2012-2017. Þúsundir einstaklinga hafa haft raunveruleg áhrif á sitt umhverfi og öll hverfi borgarinnar hafa verið sýnilega betrumbætt fyrir tilstilli verkefnisins. Meira hér.

 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

2017 ákvað borgin að setja menntastefnu borgarinnar í opið samráð á Betri Reykjavík. Þetta var í fyrsta sinn sem stefna stjórnvalds var lögð í opið samráð. Verkefninu var skipt í tvo fasa, en seinni fasanum lauk í byrjun desember 2017 og á aðeins eftir að vinna úr niðurstöðum. Meira hér.

Visit Project

Date
Category
Active Citizen, Open Active Voting, Participatory Budgeting, Policy Crowdsourcing, Your Priorities