Um okkur - Íbúar ses
16774
page-template-default,page,page-id-16774,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Um okkur

Um Íbúa ses

Við erum frumkvöðlar í lýðræðisþróun

Meginmarkmið Íbúa er að valdefla borgarana og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku, til að mynda með því að tengja saman fólk til að rökræða og forgangsraða hugmyndum til að bæta sín umhverfi og samfélög.

Íbúar ses var sett á laggirnar 2008 í kjölfar hrunsins sem hafði gríðarleg áhrif á traust í samfélaginu. Síðan þá höfum við þróað opnar hugbúnaðarlausnir og samráðsferla til að efla lýðræðislega umræðu og borgaralega þátttöku á Íslandi og víðar.

Íbúar ses er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, með aðsetur í Reykjavík. Stofnunin hefur unnið til ýmissa verðlauna, meðal annars Evrópsku e-Democracy verðlaunin fyrir Betri Reykjavík árið 2011 og norrænu Best Practice verðlaunin fyrir verkefnið  Betri hverfi árið 2015. Þá var stofnunin á topp 100 lista Nominate Trust árið 2016 fyrir leiðandi frumkvöðla á sviði samfélagsmála.

Byggðu upp traust með hugmyndasöfnun, samráði í ákvarðanatöku og breiðri umræðu.

Samráðs fjárlagagerð og borgaraleg fræðsla með Open Active Voting.

Efling borgaralegrar þátttöku með gervigreind - Active Citizen