Samráðs fjárlagagerð og borgaraleg fræðsla - Íbúar ses
16482
page-template-default,page,page-id-16482,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Samráðs fjárlagagerð og borgaraleg fræðsla

Samráðs fjárlagagerð og borgaraleg fræðsla

Open Active Voting

 

Við notum sérhannaðan hugbúnað fyrir kosningaferlið: Open Active Voting.

 

Hugbúnaðurinn er opinn, sem er nauðsynlegt til að ferlið sé traust.

 

Samráðs fjárlagagerð gefur borgurum bein áhrif og ráðstöfunarvald yfir hluta fjárlaga stjórnvalds. Þá er ferlið fræðandi fyrir þátttakendur sem vinna með ákveðin fjárlög og ráðstöfun þeirra.

 

Þetta ferli byggir upp traust og leiðir til betri ákvarðanatöku í samstarfi við borgarana.

Hvernig það virkar

 

Ferlið í Hverfinu mínu, okkar árangursríkastu samráðs fjárlagagerð, byrjar á því að borgarar setja fram sínar hugmyndir.

 

Reykjavíkurborg kostnaðarmetur svo hugmyndir og framkvæmanleika þeirra.

 

Borgarar kjósa svo um hugmyndir, eftir að kostnaður hefur verið greindur, með heildar ráðstöfunarfjármuni í huga.

 

Borgin framkvæmir síðan þær hugmyndir sem borgarar hafa kosið og borgarar njóta þeirra gæða.

 

608 hugmyndir hafa verið samþykktar af borgurum í verkefninu Hverfið mitt á árunum 2012-2017.

 

Kosningin er rafræn, bindandi og örugg.

Prófaðu appið

 

Sjáðu lista yfir ákveðinn verkefni á verkefnasíðunni okkar, til að mynda Hverfið mitt, Okkar Kópavog og Okkar Mosó.

 

Sjáðu sýnishorn af Open Active Voting appinu.