Valdefling borgara með gervigreind - Íbúar ses
16490
page-template-default,page,page-id-16490,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Valdefling borgara með gervigreind

Valdefling borgara með gervigreind

Okkar lausn

Íbúar ses hafa verið að þróa tól og tæki fyrir þátttökulýðræði og valdeflingu borgara byggð á gervigreind.

 

Gervigreind getur unnið gegn bergmálsklefum og aðra bjögun til að ýta undir upplýsta þátttöku sem byggir á raunverulegum þörfum borgaranna og til að efla borgarana með viðeigandi upplýsingum.

 

Tilkynningar til notenda, byggðar á gervigreind, lækka þátttökuþröskuld með því að veita notendum upplýsingar um mál sem standa þeim nærri og þannig auðveldar borgurum að taka lýðræðislegan þátt í samfélaginu.

 

Borgaraleg gervigreind (e. Civic AI) er upplýsandi, en ekki raskandi, og veitir notendum tilkynningar byggðar á því sem þeir hafa tekið þátt í áður á svipaðan máta og Facebook býr til sína fréttaveitu. Við notum gervigreind til að greina hugmyndir og finna þær fréttir sem tengjast þeim.

Prófaðu appið

Þú getur skoðað Your Priorities fréttaveituna hér til að sjá hvernig  gervigreindar tilkynningavélin virkar í Active Citizen.

 

Gervigreind til aðstoðar við stefnumótun hjá Evrópusambandinu? Deep Linking Youth tilraunaverkefnið notast við Active Citizen yfirlitsborðið þar sem gerivgreind ,,hlustar“ á raddir ungs fólks sem tjá sig um Erasmus+ á samfélagsmiðlum. Markmiðið er að hjálpa stefnumótendum hjá Evrópusambandinu að taka upplýstari ákvarðanir er varða ungt fólk. Sjáðu tilraunaverkefnið hér.

 

Sjáðu okkar verkefnayfirlit til a sjá verkefni sem notast við Active Citizen.

Hluti þróunar Active Citizen var styrktur af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fyrst í gegnum CHEST FP7 sjóðinn og síðar í gegnum Erasmus+ verkefnið fyrir Deep Linking Youth / Active Citizen yfirlitsborðið.

 

Opinn kóði

Sjá síðuna Active Citizen github archive.

Sjá Active Citizen Dashboard github archive.