Hægri-miðju flokkur Möltu, Forza Nazzjonali, nýtti sér Your Priorities í aðdraganda skyndikosninga í Möltu 2017. Flokkurinn kallaði eftir hugmyndum frá almenningi ásamt því að setja fram sín stefnumál á Your Priorities vettvangnum.
Hugmyndasöfnunin heppnaðist gríðarlega vel en fleiri en 31.000 manns (í Möltu eru 341.000 kosningabærir) og 2.600 hugmyndir frá 4.000 skráðum notendum voru settar fram. Í sumum tilvikum höfðu hugmyndir frá borgurum bein áhrif á stefnumál Forza Nazzjonali.
May 10, 2017
Notifications