- Fleiri en 100 000 manns heimsóttu síðuna
- 10.000 manns settu fram efni á síðuna
- Um 800 sögur voru settar fram og þeim forgangsraðað
- Fyrsti teiknimyndasögurnar eru nú þegar í framleiðslu
Eve Online er sjálfstæð veröld með sínar eigin reglur, fólk og atburðarás. Þetta er sýndarveruleika líf þátttakenda sem búa til sína eigin veröld. CCP vildi safna bestu sögunum frá fyrsta áratug EVE Online beint frá leikmönnum sjálfum til að framleiða tengdar afurðir eins og teiknimyndasögublöðu, sjónvarpsþætti, bækur og kvikmyndir.
Your Priorities var notað til að búa til sérhæfða lausn fyrir Sannar sögur Eve Online verkefnið.
,,Samfélagið Eve Online er undirstaða leiksins. Hugbúnaður Íbúa ses bjó til vettvang sem gerði okkar leikmönnum kleift að skrifa sína eigin sögu, bæði með frásögnum og forgangsröðun á sögum. Þetta var frábært tæki til að valdefla fólkið sem raunverulega gerir EVE Online að því sem það er, leikmennirnir sjálfir, en án þeirra væri söguþráður þessa aflræna heims bara enn einn tölvuleikurinn.” Torfi Frans Ólafsson, Creative Director – EVE Universe IP.
Í apríl 2013 voru leikmenn í EVE Online beðnir um að setja fram sínar sögur á Sannar sögur síðunni. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og ítarlegar sögur ásamt skjáskotum streymdu inn á þeim mánuði sem sögusöfnunin varði, allt fram að 10 ára afmæli EVE Online.
Samfélagið hafði 14 daga til að velja bestu sögur síðustu 10 ára, eða öllu heldur, bestu sögur 10 ára tímabils, eftir 10.000 ár í framtíðinni.
Fyrsta teiknimyndasögublaðið er þegar komið út. Það er 64 blaðsíðna blað sem skiptist í fjóra 16 blaðsíðna kafla.