Argyll & Bute – Skotland - Íbúar ses
16941
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-16941,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-11.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.8.0,vc_responsive

Argyll & Bute – Skotland

Argyll & Bute – Skotland

 

 

Argyll & Bute byrjuðu síðla árs 2016 að safna hugmyndum frá borgurum um hvernig best væri að rækta Gaelísku í litlu tilraunaverkefni á Your Priorities samfélagsmiðlinum. Leitað var hugmynda um hvernig 15.000 pundum yrði best varið í áðurgreint markmið.

Lýsing á verkefninu: ,,Samráðs fjárlagagerð snýst um að tengja nærsamfélagið í ákvarðanatöku fjárlaga. Segðu okkur frá þínum hugmyndum um hvernig hægt sé að verja 15.000 pundum til að ´styrkja og rækta gaelísku í Argyll og Bute’. Allt frá minni hugmyndum til hugmynda sem varða Argyll allt – við viljum endilega heyra hvað þér finnst.”

Síðan í apríl 2017 notaði Argyll og Bute Open Active Voting til að kjósa um þær hugmyndir sem safnast höfðu inn í verkefnið.

Í nóvember 2017 byrjaði Argyll og Bute aðra umferð hugmyndasöfnunar: ,,Þetta ár geta íbúar Argyll og Bute tekið enn ríkari þátt í því að ákveða hvernig deilt er úr Supporting Communities sjóðnum. Sjóðurinn styrkir samfélagsleg verkefni út um allt Argyll og Bute og eru hópar hvattir til að setja fram sínar hugmyndir hér, til að gefa íbúum tækifæri til að spyrja spurninga og ræða hugmyndir.”

Kosning um þessar hugmyndir er áætluð vorið 2018.

Sjá síðu.

Þetta verkefni er unnið í samstarf við samstarfsaðila okkar Democratic Society.

Date
Category
Active Citizen, Open Active Voting, Participatory Budgeting, Your Priorities