Your Priorities er samráðs samfélagsmiðill á netinu sem settur var á laggirnar 2008. Your Priorities hefur verið í stöðugri þróun síðan þá. Yrpri.org er í dag vefforrit sem mjög auðvelt er að nota og virkar vel á snjallsímum, töflum sem og tölvum, og er ókeypis að nota. Vettvangurinn telur yfir 11.000 skráða notendur, sem hafa sett fram meira en 6.000 hugmyndir með 10.000 rökum með og á móti.
Fjöldi borgar- og sveitarstjórna nota YRPRI fyrir samráðsverkefni, svo sem hugmyndasöfnun og samráðs fjárlagagerð. Þá nota borgaraleg samtök og stofnanir YRPRI, þar á meðal norsku neytendasamtökin, Forbrukerradet, en vefforritið er notað í fleiri en 20 löndum.
november 2008